Stofnun sædýrasafns

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 18:46:04 (1441)

2003-11-10 18:46:04# 130. lþ. 23.11 fundur 277. mál: #A sædýrasafn á höfuðborgarsvæðinu# þál., Flm. LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[18:46]

Flm. (Lára Margrét Ragnarsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir afar leitt að hv. þm. Jón Gunnarsson skuli tala um ,,ef`` það eigi að reisa sædýrasafn. Ég hefði viljað heyra hann jákvæðari gagnvart hugmyndinni.

Þáltill. mín byggist fyrst og fremst á skoðunum og niðurstöðum manna sem eru sérhæfðir í ferðamálum og hafa kannað möguleika á staðsetningu fyrir rekstur svona safns til hins ýtrasta. Niðurstaða þeirra er sú að það skuli vera byggt á höfuðborgarsvæðinu. En ég vona að hv. þingmaður átti sig líka á því að í dag er t.d. Akranessvæðið talið til höfuðborgarsvæðisins og það er jafnvel styttra til Sandgerðis en til Akraness.