Gjald vegna ólögmæts sjávarafla

Þriðjudaginn 11. nóvember 2003, kl. 16:01:03 (1486)

2003-11-11 16:01:03# 130. lþ. 24.3 fundur 254. mál: #A gjald vegna ólögmæts sjávarafla# (rannsóknir og nýsköpun) frv., 255. mál: #A stjórn fiskveiða# (hafrannsóknaafli, þorskeldiskvóti) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 130. lþ.

[16:01]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ef hv. þm. finnst svarið eitthvað skrýtið, er það bara vegna þess að ég er mjög sáttur og hreykinn af þeim rannsóknum sem þarna fóru fram og tel það í góðu lagi að stjórnsýslan hafi styrkt rannsóknirnar sem fóru fram á Fiskeldi Eyjafjarðar, og bæði ég og forverar mínir tveir sem hafa styrkt þetta verkefni mega vera mjög hreyknir af því.