Umferðarlög

Þriðjudaginn 11. nóvember 2003, kl. 16:59:05 (1504)

2003-11-11 16:59:05# 130. lþ. 24.13 fundur 134. mál: #A umferðarlög# (hægri beygja á móti rauðu ljósi) frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 130. lþ.

[16:59]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skil vel að einstaka bílstjórar telji að það geti létt geð sitt að fá að beygja til hægri stundum á rauðu ljósi og stundum ekki. Ég get vel skilið að menn sjái líka notagildi í þeirri breytingu og ákveðin hagkvæmnirök. En ég þakka hv. þm. Hjálmari Árnasyni fyrir að draga það hér fram og staðfesta að sérfræðingar okkar í umferðaröryggismálum vara eindregið við þeirri breytingu sem hér er lögð til. Og afstaða mín er einfaldlega sú að þegar vegast á hagkvæmnirök eins og þau sem hv. þm. hefur teflt fram og umferðaröryggisrök helstu sérfræðinga okkar, þá hallast ég að því að láta umferðaröryggið ráða því málið varðar jú líf og limi fólks eins og ég hef margítrekað bent hv. þm. á.