Heilsugæslumál

Miðvikudaginn 12. nóvember 2003, kl. 15:22:09 (1551)

2003-11-12 15:22:09# 130. lþ. 26.6 fundur 227. mál: #A heilsugæslumál# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 130. lþ.

[15:22]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Virðulegi forseti. Vegna umræðunnar um heilsugæsluna vil ég minna á það, að það er víðar sem vantar heilsugæslu fyrir íbúa, fjöldi Reykvíkinga er án heilsugæslustöðva, þó svo það séu ýmsar úrbætur fram undan í þeim efnum, þá hafa í mörg, mörg ár, heilu hverfin verið án heilsugæslu.

Mig langaði, vegna þessarar umræðu, að spyrja hæstv. ráðherra hvort stöður heilsugæslulækna á heilsugæslustöðvunum í Reykjavík verði auglýstar, því nú fer ráðningartími heilsugæslulækna að renna út á næstunni og vil því gjarnan vita hvort þær verði auglýstar opinberlega.