Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 13. nóvember 2003, kl. 14:38:16 (1614)

2003-11-13 14:38:16# 130. lþ. 27.1 fundur 142#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÁI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 130. lþ.

[14:38]

Álfheiður Ingadóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka ráðherra á ný. Það er vel að hugað sé að framtíðinni eins og hann lýsti. Ég vænti þess þá og vona að hæstv. ráðherra og ráðuneyti hans muni taka tillit til þeirra ábendinga og ekki síður þeirra varnaðarorða sem hafa komið fram í umræðunni í dag um það sem betur má fara í þeirri viðleitni að styrkja stöðu og verk Íslendinga á alþjóðavettvangi.