Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 13. nóvember 2003, kl. 15:42:41 (1631)

2003-11-13 15:42:41# 130. lþ. 27.1 fundur 142#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 130. lþ.

[15:42]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að ganga frekar eftir viðbrögðum. Þetta voru ágæt viðbrögð við spurningu minni.

Út af síðustu orðum þingmannsins þá vil ég að fram komi að mér finnst þetta mjög jákvætt eins og það kemur fram í ræðu hæstv. utanrrh. En hingað til hefur ekki farið mikið fyrir þátttöku þingmanna í verkefnum sem hafa verið í höndum ríkisstjórnarinnar eða ráðherranna. Þá ber nýrra við og verður mjög ánægjulegt ef þingmenn fá aðkomu að hinum þýðingarmikla undirbúningi að umsókn um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.