Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 13. nóvember 2003, kl. 16:25:59 (1640)

2003-11-13 16:25:59# 130. lþ. 27.1 fundur 142#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 130. lþ.

[16:25]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Frú forseti. Það liggur alveg ljóst fyrir í mínum huga að ef þessi niðurstaða hefði ekki verið komin á þriðjudagskvöldi hefði ég byrjað á því á miðvikudagsmorgni að kalla saman utanrmn. þingsins. Ég hefði skyldur til þess og mér hefði borið að gera það. Ég taldi að ég hefði ekki skyldur til þess miðað við þá niðurstöðu sem þá var komin og taldi rétt að fresta því fram yfir kosningar.

Það sem mér finnst vera alvarlegast í þessari umræðu er að hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði fyrr í umræðunni, formaður Samf., að þessu hefði verið haldið leyndu vegna kosninganna. Það er algerlega rangt og það er mjög alvarleg ásökun, að mínu mati. En það liggur alveg ljóst fyrir í mínum huga að ef niðurstaðan hefði verið sú að þessi ákvörðun hefði staðið hefði það verið skylda okkar að kalla þegar saman utanrmn. þingsins.