Bréf forsætisráðuneytis til Alþingis

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:05:36 (1677)

2003-11-17 15:05:36# 130. lþ. 28.91 fundur 154#B bréf forsætisráðuneytis til Alþingis# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:05]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil vekja athygli hv. þingmanns á því að fyrsti dagskrárliður er Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa og hefði verið eðlilegt ef vakti fyrir hv. þingmanni að gera hér fyrirspurn til hæstv. forsrh. að gera það undir þeim lið því að við höfum lagt upp úr því að reyna að halda þessum lið til haga og hefja ekki almennar umræður að öðrum kosti.