Flutningskostnaður

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:29:31 (1694)

2003-11-17 15:29:31# 130. lþ. 28.1 fundur 147#B flutningskostnaður# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:29]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Hugur og hönd vinna saman í þessari ríkisstjórn og það er þess vegna sem við höfum náð gríðarlegum árangri. (KLM: Í þessum efnum?)

Svo vil ég segja við hv. þingmann að þegar hann segir að við þurfum ekkert að spyrja ESA, væntanlega vegna þess að við getum bara lækkað þungaskattinn, er það nú einmitt þannig að við þurftum að breyta þungaskattinum vegna þess að samkeppnisyfirvöld heimiluðu ekki þann afslátt sem var á flutningi til landsbyggðarinnar. Þessu þurfti að breyta vegna aðfinnslu sem kom fram í framhaldi af því að við höfum undirgengist ákveðna tilskipun. Og þegar hv. þm., fulltrúi Samf. sem vill ganga í Evrópusambandið bara strax, kemur hér og segir að við þurfum ekkert að spyrja ESA (KLM: Sagði ég það?) er mér algerlega nóg boðið.