Breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:34:18 (1697)

2003-11-17 15:34:18# 130. lþ. 28.1 fundur 148#B breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:34]

Þuríður Backman:

Hæstv. forseti. Við munum auðvitað ræða þetta frekar þegar málið kemur á dagskrá en ástæðan fyrir því að ég set þetta upp hérna er eingöngu í sambandi við samráð hæstv. fjmrh. við aðildarfélögin. Það er vísað til þess að það þurfi meiri sveigjanleika. Ég vil benda hæstv. fjmrh. og hv. þm. á að eins og nú háttar til í opinberri stjórnsýslu er vald forstöðumanna orðið ærið mikið. Miðað við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um að halda sig innan ramma fjárlaga og miðað við það að 70--80% af rekstrarkostnaði margra stofnana eru launagreiðslur, mun þetta auka óöryggi starfsmanna og hugsanlegt að uppsagnir verði notaðar eingöngu í því skyni að halda sig innan ramma fjárlaga.