Starfslokasamningar

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:54:41 (1711)

2003-11-17 15:54:41# 130. lþ. 28.1 fundur 151#B starfslokasamningar# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:54]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þetta er mjög sérkennilegt. Ég kem með óundirbúna fyrirspurn og hæstv. ráðherra er með útskriftir á takteinum. (Gripið fram í.) Greinilega. En ég er að spyrja hæstv. ráðherra út í ummæli á Alþingi og ég er með yfirlýsingu viðkomandi starfsmanns um að hún telji ekki búið að ganga frá starfslokum við sig. Hún hefur lýst því yfir í Morgunblaðinu, sjónvarpi og útvarpi að hún ætli að kalla eftir starfslokasamningnum áður en gengið verði frá starfslokum við hana og því spyr ég, hæstv. forseti: Hver segir satt? Var hæstv. ráðherra að tala gegn betri vitund hér áðan þegar hann sagði að það væri búið að gera upp við viðkomandi starfsmann og þetta hefði verið í sátt og samlyndi, eða hvar er sannleikurinn í málinu?