Starfslokasamningar

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:56:06 (1713)

2003-11-17 15:56:06# 130. lþ. 28.1 fundur 151#B starfslokasamningar# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:56]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er ástæðulaust fyrir hæstv. ráðherra að vera með skæting hér þótt hann sé spurður út í og menn furði sig á því hvað hann kemur undirbúinn í óundirbúinn fyrirspurnatíma. Ég verð að segja að mér finnst eins og hæstv. ráðherra sé í einhverri vörn í þessu máli með því að svara með skætingi og útúrsnúningum fyrst þegar þetta mál kom til umræðu fyrir viku og aftur núna. Ég hafði satt best að segja, herra forseti, kennt um reynsluleysi ráðherrans þegar hann svaraði mér eins og hann gerði í umræðunum í síðustu viku. En það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort segir satt í þessu máli því að þarna stangast á ummæli starfsmannsins og ummæli hæstv. ráðherra í sölum Alþingis.