Umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 16:04:31 (1718)

2003-11-17 16:04:31# 130. lþ. 28.93 fundur 156#B umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[16:04]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil segja af þessu tilefni að ég gerði enga tilraun til þess að stöðva þær umræður sem hér voru um störf þingsins. Fjöldi þingmanna tók til máls. Sú umræða stóð í 20 mín. eins og þingsköp gera ráð fyrir. Í lok þeirrar umræðu bauð ég hv. 9. þm. Reykv. n., Helga Hjörvar, að taka til máls, svo það er ekki hægt að segja að ég hafi stöðvað umræður um þetta mál.

Ég vil vekja athygli þingmanna á að tíminn líður.