Greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 18:07:09 (1748)

2003-11-17 18:07:09# 130. lþ. 28.4 fundur 304. mál: #A greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi# (gjaldaheimildir) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[18:07]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Spurt er um löggjöf um hringamyndanir. Í því sambandi vil ég segja að ekki er langt síðan við settum samkeppnislög í landinu, tíu ár, þannig að óhætt er að segja að þau séu ný af nálinni og eigi eftir að sanna sig enn frekar, auk þess sem við erum á hinu Evrópska efnahagssvæði og tökum fullan þátt í innri markaði Evrópusambandsins og erum í öllum aðalatriðum með löggjöf sem er mjög sambærileg við þá sem tíðkast hjá þessum þjóðum. Okkur ber í raun skylda til þess á langflestum sviðum hvað varðar alla vega innri markaðinn að hafa okkar lög mjög í samræmi við það sem þar gerist.

Ég tel því að það yrði ekki í samræmi við það sem almennt er að gerast á því svæði ef við færum að setja slíka löggjöf og hef það ekki í huga.