Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 18:53:56 (1762)

2003-11-17 18:53:56# 130. lþ. 28.5 fundur 305. mál: #A niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar# (stofnstyrkir, jarðhitaleit) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[18:53]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er augljóst að það hefur eitthvað verið komið við kaunin á hv. þm. fyrst hann fór svona algerlega á taugum við þessa athugasemd mína sem var sett fram af mikilli hógværð af mínu mati. Hann brást hins vegar ekkert við því sem var aðalábending mín, þ.e. að hann ætti að bera upp sín stóru mál í þingflokknum áður en hann fer mikinn í þingsalnum af því að mér er fullkunnugt um það að hann hefur lítinn stuðning fyrir því sem hann er að segja hérna í þingflokknum. Ég fylgdist alveg með hvaða hv. þm. Samfylkingarinnar voru í salnum meðan hann talaði. Þeir voru bara ekki til staðar fyrr við lokaorðin. Þá birtist einn. Þeir kíktu svona í gættina. (KLM: Þetta er ekki rétt hjá þér.) Þetta er bara svona, hv. þm. Það getur verið að það sé erfitt að hafa verið minntur á þetta. Engu að síður er þetta staðreynd.