Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 15:50:23 (1819)

2003-11-18 15:50:23# 130. lþ. 29.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[15:50]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að svara svona samsæriskenningum hv. þingmanns. Hv. þm. sem gamall ráðherra í þessu fagi þekkir þetta vel.

Ég er ekki að tala um áfellisdóm. Það þarf að taka til hendinni og stöðva þetta. Þetta er búið að vera hér ár eftir ár, ekki endilega þegar þessir stjórnarflokkar hafa verið heldur þegar aðrir stjórnarflokkar voru. Það var alltaf sama sagan. Þetta gengur áfram.

Ég er ekki að ráðast á einn eða neinn, hvorki á hæstv. heilbrrh. né hæstv. fjmrh. Ég tel að málið geti ekki gengið endalaust svona fram. Ef menn taka ekki á þessu máli og stöðva þetta og láta fólk halda sínar fjárhagsáætlanir þá fer illa. Það er megininntakið í mínum boðskap hér, hæstv. forseti.