Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 15:51:31 (1820)

2003-11-18 15:51:31# 130. lþ. 29.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[15:51]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég áttaði mig fyllilega á inntaki ræðu hv. þm. og ég tók undir ýmislegt sem hann sagði þar. Ég þekki þennan málaflokk býsna vel og veit að menn þurfa að halda vöku sinni til þess að ekki fari illa og allt fari úr böndunum hömlulítið eða hömlulaust. En það breytir því ekki að hv. þm. hefur verið í stjórnarliðinu umliðin fjögur ár. Þessir sömu stjórnarflokkar hafa stjórnað landinu á góðæristímum umliðin átta ár. Ef ræða hans hér og einkunnagjöf er ekki áfellisdómur þá veit ég ekki lengur hvað áfellisdómur er.