Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 16:02:31 (1828)

2003-11-18 16:02:31# 130. lþ. 29.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., Frsm. 2. minni hluta JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[16:02]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hv. þm. er sömu skoðunar. Við erum þarna á afar hættulegri braut. Ég þekki þess dæmi hvernig þessir lyfjarisar hafa hegðað sér. Þeir sækja apótekin heim og segja við þau: Ef þú ekki kaupir af mér á því verði sem ég býð þér set ég bara upp útibú við hliðina á þér og svo kemur í ljós hvað þú getur lifað lengi áður en þú ert búinn að tapa öllu þínu. Þetta er þokkalegt, eða hitt þó heldur.

Við heyrum líka sagt að sjúkrahúsin hafi verið að tala um að þau þyrftu að fara að koma sér upp eigin lyfjainnkaupadeild aftur til þess að losna úr þessum greipum.

Ég fagna því þeirri áherslu sem hv. þm. leggur hér til varðandi þetta mál.