Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 16:53:22 (1837)

2003-11-18 16:53:22# 130. lþ. 29.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[16:53]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvaða andsvar var þetta? Andsvör við hverju? Var þetta andsvar við ræðu minni eða var þetta bara einhver sjálfstæð ræða sem hv. þm. hélt í tilefni þess að ræðustóllinn var auður eða eitthvað svoleiðis? Ég held að virðulegur forseti ætti að átta sig á því að það er ekki til þess ætlast að andsvör séu notuð til þess að halda sjálfstæðar ræður um hitt og þetta, að jólin séu að koma eða hvað menn vilja gera. Þetta varðaði ekkert það sem ég var að tala á neinn hátt og ég veit ekki hvernig í ósköpunum ég á að svara þessu. Hann getur lesið eins og hann vill upp úr skýrslu landlæknis eða Ríkisendurskoðunar eða hverju sem er eða jólabókunum hérna. Það varðar ekkert mína ræðu. Ég get ekki farið að hnýta í það eða tala um það.

(Forseti (JBjart): Hv. þm. er það í lófa lagið hvort hann svarar andsvari og líka því sem ekki er andsvar.)