Mat á umhverfisáhrifum

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 19:08:48 (1859)

2003-11-18 19:08:48# 130. lþ. 29.8 fundur 301. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (matsferli, málskotsréttur o.fl.) frv., 302. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (úrskurðarnefnd, framkvæmdaleyfi) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[19:08]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er búið að kæra Kárahnjúkavirkjun á alla kanta, m.a. það að ráðherra væri vanhæfur. Þannig að það er ekki þannig.

Ég vil mótmæla því sem hér var haldið fram, að ég hefði verið að reyna að skýla mér á bak við lögfræðiálit varðandi vanhæfi í Þjórsárverunum gagnvart Norðlingaölduveitu. Ég vildi gjarnan úrskurða í því máli og fannst mjög slæmt að geta það ekki. En ég gat það ekki af því það hefði getað komið kæra til dómstóla á þann úrskurð sem ég hefði hugsanlega fellt. Það voru yfirgnæfandi líkur á að slíkt mál hefði fallið fyrir dómstólum, að ég hefði verið vanhæf fyrir dómstólum. Mér fannst mjög slæmt að geta ekki úrskurðað í því máli og hefði gjarnan viljað það. Það var ekki tilbúningur. Það voru ekki búin til einhver lögfræðiálit að skýla sér á bak við. Það var alls ekki þannig. Ég hefði gjarnan viljað úrskurða í því máli.