Mat á umhverfisáhrifum

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 19:12:09 (1861)

2003-11-18 19:12:09# 130. lþ. 29.8 fundur 301. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (matsferli, málskotsréttur o.fl.) frv., 302. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (úrskurðarnefnd, framkvæmdaleyfi) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[19:12]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi nýju tilskipunina, ef ég man rétt þá tekur hún gildi 2005, þá var þetta skoðað samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið hjá lögfræðingi okkar. Ég held að það hafi ekki verið skoðað í nefndinni en hafi verið skoðað í ráðuneytinu. Samkvæmt mati lögfræðinga okkar er málskotsrétturinn í samræmi við þessa tilskipun. En það eru fjölmörg önnur atriði í þessari tilskipun sem þarf að skoða.

Spurt var: Af hverju kemur þetta ekki fram í greinargerð? Ég tel eðlilegt að umhverfisnefndin fari yfir málið varðandi þessa tilskipun, hvort það sé ekki rétt hjá mér að frv. standist þessa nýju tilskipun varðandi málskotsréttinn. Þetta eru bara upplýsingar sem ég hef fengið hér í tengslum við þær umræður sem hafa farið fram í salnum.