Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 20:12:32 (1874)

2003-11-18 20:12:32# 130. lþ. 29.10 fundur 307. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (uppsögn) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[20:12]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon sagði með réttu að það hangi saman launakjör, starfsskilyrði og starfsumhverfi. Eitt meginmálið var þegar laun hjúkrunarfræðinga, kennara og annarra voru hækkuð var samanburður við almenna markaðinn. Og hljóta þá ekki starfskjörin, fyrst launakjörin voru aðlöguð almenna markaðnum, að taka mið af almenna markaðnum líka? Þetta er spurning til hv. þm.

Herra forseti. Hv. þm. hefur reynslu af því að vera ráðherra og það getur vel verið að honum þyki sniðugt að leggja til við hæstv. fjmrh. að kalla á verkalýðshreyfinguna korter í tólf eins og hann sagði til málamyndasamráðs, en það finnst mér ekki.