Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 21:09:56 (1892)

2003-11-18 21:09:56# 130. lþ. 29.10 fundur 307. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (uppsögn) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[21:09]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég verð bara að lesa aftur þetta ákvæði sem bætt var við stjórnarskrána árið 1995. Það var þá undir stjórn núverandi fjmrh., Geirs H. Haardes.

Þar stendur, með leyfi forseta:

,,Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.``

Ég get ekki skilið annað eftir orðanna hljóðan en að verið sé að kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. Þetta mál snýst um réttindi sem opinberir starfsmenn hafa haft, tengd vinnunni, sem er verið að afnema í frv. sem við erum að fjalla um. Ég tel að það sé alveg skýrt, herra forseti.