Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 21:14:17 (1896)

2003-11-18 21:14:17# 130. lþ. 29.10 fundur 307. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (uppsögn) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[21:14]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Nú liggur ljóst fyrir að forstöðumenn stofnana beita þessum þunglamalegu reglum í öllum sínum athöfnum varðandi stjórn á hinum og þessum þáttum þjóðfélagsins. Mér finnst ótrúlegt að heyra það hjá hæstv. ráðherra að það sé of þunglamalegt að beita þessum reglum sem voru framfaraspor í íslenskri stjórnsýslu, að forstöðumönnum sé ómögulegt að beita þeim gagnvart starfsmönnum sínum. Mér finnst það óásættanleg skýring.