Fjáraukalög 2003

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 13:34:31 (1900)

2003-11-19 13:34:31# 130. lþ. 30.1 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., EMS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 130. lþ.

[13:34]

Einar Már Sigurðarson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum um frv. sem hér á að greiða atkvæði um telur 1. minni hluti fjárln. að mörg atriði þess standist ekki fjárreiðulög. Ýmislegt í frv. hefði átt að vera í fjárlögum þessa árs, var fyrirséð, ýmislegt á heima í fjárlögum næsta árs. Af þessum ástæðum mun þingflokkur Samfylkingarinnar sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu því við viljum ekki bera ábyrgð á því sem hér fer fram. Það verður ríkisstjórnarmeirihlutinn að gera einn og sér.