Stuðningur við byggð og búsetu í Árneshreppi á Ströndum

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 14:34:44 (1923)

2003-11-19 14:34:44# 130. lþ. 31.1 fundur 51. mál: #A stuðningur við byggð og búsetu í Árneshreppi á Ströndum# fsp. (til munnl.) frá forsrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[14:34]

Kristján L. Möller:

Frú forseti. Ég vil eins og aðrir þakka hæstv. forsrh. fyrir það svar sem hér hefur borist um þetta sérstaka mál. Það var ansi athyglisvert að heyra hvernig málið hefur gengið frá forsrn. til iðnrn., frá iðnrn. til Byggðastofnunar, frá Byggðastofnun til iðnrn. og svo frá iðnrn. til Byggðastofnunar aftur. Allt þetta fór að snúast 11. nóvember sl. og 12. nóvember var beðið um skipun sjö manna nefndar ef ég taldi rétt eins og hæstv. forsrh. nefndi.

Þess vegna vil ég, frú forseti, spyrja hæstv. forsrh. hvort hann telji að möguleiki sé á því eða öllu heldur hætta á að þetta módel eða þessi tillaga, þessi nefndaskipan eigi eftir að koma hjá öðrum viðtakandi forsrh. sem koma á eftir honum vegna fleiri byggðarlaga á komandi árum ef fram fer sem horfir um stöðuga íbúafækkun í fjölmörgum sveitarfélögum á landsbyggðinni.