Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 15:12:15 (1943)

2003-11-19 15:12:15# 130. lþ. 31.3 fundur 297. mál: #A samþjöppun á fjölmiðlamarkaði# fsp. (til munnl.) frá forsrh., HBl
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[15:12]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Mér þykja þessar umræður athyglisverðar. Sérstaklega hefur það vakið athygli mína að hv. þm. Samfylkingarinnar eru að gefa í skyn að Ríkisútvarpið beri það með sér að þeir sem þar vinni hafi ekki frjálsar hendur og ég átta mig ekki á því hvað þeir hafa sérstaklega í huga í því sambandi. Það hefði verið nauðsynlegt að þeir hefðu gert betur grein fyrir sínum skoðunum í þeim efnum varðandi fréttamenn Ríkisútvarpsins eins og ég skildi þeirra mál.

Ég vil segja varðandi það sem hér hefur verið sagt um samkeppnisstöðu fjölmiðla, þá höfum við auðvitað Samkeppnisstofnun. Það má velta því fyrir sér hvort það hafi t.d. áhrif á útbreiðslu fjölmiðla hversu öflugir þeir eru, hvort þeir hafi óeðlileg tök t.d. á auglýsingamarkaði og velta upp því samhengi sem er milli sterkrar stöðu eigenda á fjármálamarkaði og hvaða áhrif það hefur á eðlilega fjölmiðlun og fréttaflutning í landinu.