Sameining ríkisháskólanna

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 15:37:32 (1954)

2003-11-19 15:37:32# 130. lþ. 31.5 fundur 103. mál: #A sameining ríkisháskólanna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JBjarn
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[15:37]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Það sem skiptir mestu máli varðandi störf háskóla og starfsemi á háskólastigi, hvort sem það er kennsla eða rannsóknir, eru verkefnin sjálf og hvernig þau eru byggð upp til að nýtast landi og þjóð til heilla, óháð búsetu og öðru slíku.

Uppbygging háskóla og háskólastarfsemi úti um land er ein öflugasta byggðaaðgerð sem í gangi hefur verið. Hún hefur fyrst og fremst sprottið upp fyrir atbeina heimafólks. Ég legg áherslu á að á þeim grundvelli beri að vinna, það sé hættulegt ef athyglin beinist að því hver eigi að ráða yfir hverjum í stjórnsýslunni, hvort landbrn. eða menntmrn. eigi ráða yfir þessum skólum. Þetta er ein lítil stjórnsýsla hvort eð er, þetta er bara einn lítill hreppur, Ísland. Þess vegna tel ég meginmálið, virðulegi forseti, að hugað sé að verkefnum stofnananna en ekki þessari umgjörð. Hún leiðir menn bara á villigötur.