Sameining ríkisháskólanna

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 15:44:24 (1958)

2003-11-19 15:44:24# 130. lþ. 31.5 fundur 103. mál: #A sameining ríkisháskólanna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JBjarn (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[15:44]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Hæstv. menntmrh. hefur gersamlega misskilið orð mín. Ég sagði að stjórnsýsla á Íslandi væri ekki það umfangsmikil og stór að menn þyrftu að velta því fyrir sér hvort skólinn ætti að vera undir þessu ráðuneytinu eða hinu. Stærðin á samfélaginu væri ekki slík að það væri til trafala. Ég var alls ekki að gera að öðru leyti lítið úr smæð Íslands.

Ég tek undir orð hæstv. ráðherra varðandi þetta. Smæðin er styrkur íslensks samfélags. Á alþjóðlegan mælikvarða eru allir skólarnir litlir og það er styrkleiki þeirra, hvort sem það er Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum o.s.frv. Styrkleikinn felst í því að nýta sér sérstöðu sína og það gera þessir skólar og virkilega með reisn. Smæð eða stærð skiptir þar ekki máli.