Menningarmál á Vesturlandi

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 18:13:22 (1970)

2003-11-19 18:13:22# 130. lþ. 31.7 fundur 149. mál: #A menningarmál á Vesturlandi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[18:13]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Bjarnasyni fyrir að taka þetta mál upp. Það er ástæða til og það heyrðist í svari hæstv. menntmrh. Það er sem sagt strand. Menn voru með miklar og digrar yfirlýsingar fyrir kosningar um að gera slíka samninga en ekkert hefur orðið af. Það voru gerðir samningar upp á stórar fjárhæðir á Austurlandi og það eru kannski meinbugirnir sem hæstv. ráðherra sér á málinu núna þótt hann hafi ekki útskýrt betur hvað hann átti þar við. Nú á að bjóða mönnum upp á einhvers konar nýja útfærslu á þessum samningi þar sem helmingurinn eigi að leggjast fram frá hendi sveitarfélaganna og þessu stýrt með einhverjum öðrum hætti en hefur verið í þeim samningum sem hafa verið samþykktir.

Ég held að það sé þá því miður niðurstaðan að menn verða að fara yfir þetta mál í heildina með einhvers konar framtíðarhugsun í huga og þá mun þetta auðvitað tefjast eitthvað en það verður að átelja stjórnvöld fyrir það hvernig framgangan hefur verið í þessu máli.