Stuðningur við krabbameinssjúklinga

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 18:41:01 (1980)

2003-11-19 18:41:01# 130. lþ. 31.9 fundur 263. mál: #A stuðningur við krabbameinssjúklinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[18:41]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn og svör ráðherrans. Ég vil að það komi hér fram að það er mjög mikilvægt að fram fari einstaklingsbundið mat á því hvaða þörf viðkomandi einstaklingur hefur fyrir hjálpartæki, það geti í þessu tilfelli innan Hjálpartækjamiðstöðvarinnar þar sem ráðgjafi eða ráðgjafar fara yfir það með einstaklingnum, sem hefur í þessu tilfelli greinst með krabbamein og gengið í gegnum meðferð, hvaða hjálpartæki gagnist honum best. Það þarf að setja upp þarfaáætlun fyrir þann einstakling og hún á að ráða í raun og veru hvað varðar hjálpartæki og endurgreiðslu Tryggingastofnunarinnar. Þarfir manna eru misjafnar og hvað varðar brjóstapúða og sundföt fer það auðvitað eftir lífsstíl einstaklingsins. Þetta á allt saman að vera til þess að auka lífsgæði.