Stuðningur við krabbameinssjúklinga

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 18:42:41 (1981)

2003-11-19 18:42:41# 130. lþ. 31.9 fundur 263. mál: #A stuðningur við krabbameinssjúklinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁI
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[18:42]

Álfheiður Ingadóttir:

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Margréti Frímannsdóttur kærlega fyrir að vekja máls á þessum vanda þeirra kvenna sem hún lýsti hér. Það er því miður greinilegt af svörum ráðherra að það ríkir nokkur forræðishyggja þegar tekin er afstaða til þess hvað hver á að fá. Það er mjög mikilvægt að sjúklingar sem eiga rétt á tiltekinni aðstoð hafi ekki bara nokkuð heldur mjög mikið um það að segja í hverju sú aðstoð er fólgin. Það er mikið áfall að greinast með banvænan sjúkdóm og þurfa að ganga í gegnum erfiðar aðgerðir og meðferðir þótt ekki bætist á sú þrautaganga að berjast við tryggingakerfið.

Ég vil sérstaklega í þessu sambandi nefna baráttu nokkurra kvenna sem hafa farið í brjóstnám og enduruppbyggingu en ekki fengið þeirri aðgerð lokið þar sem ekki var hægt á þeim tíma að ljúka við gerð geirvörtu á brjóst með tattóveringu inni á sjúkrastofnunum. Ég vil biðja ráðherra að líta sérstaklega til þess hóps.