Fráveituframkvæmdir sveitarfélaga

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 19:04:28 (1991)

2003-11-19 19:04:28# 130. lþ. 31.11 fundur 228. mál: #A fráveituframkvæmdir sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[19:04]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurrós Þorgrímsdóttur fyrir að vekja máls á þessu mikilvæga máli. Við vitum öll hve mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga að fráveitumálin séu í lagi. Við byggjum afkomu okkar að miklu leyti á matvælaframleiðslu. Mörg sveitarfélög eiga í mjög miklum erfiðleikum með að uppfylla þessar skyldur vegna þess hvernig lega þeirra er í landinu. Ég vil nefna sveitarfélög á Suðurlandi sem eru langt frá sjó, eins og Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll. Ég tel að lengja verði í þessum tíma til að sveitarfélögin fái rýmrir tíma til að uppfylla þessar skyldur.

Ég vil líka spyrja hæstv. umhvrh. hvort hún viti hvort nokkur ný tækni sé væntanleg, ódýrari þá en þær lausnir sem við höfum verið með til þessa.