VF fyrir RG og ÖB fyrir MF

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 13:32:41 (2017)

2003-11-25 13:32:41# 130. lþ. 33.95 fundur 179#B VF fyrir RG og ÖB fyrir MF#, Forseti SP
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[13:32]

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hafa þrjú bréf. Hið fyrsta er frá 1. þm. Suðurk., Margréti Frímannsdóttur, og er á þessa leið:

,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni af einkaástæðum óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðurk., sr. Önundur Björnsson, sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, taki sæti mitt á Alþingi á meðan, en Brynja Magnúsdóttir, 1. varamaður á listanum, getur ekki vegna annríkis komið til starfa á Alþingi að þessu sinni.

Virðingarfyllst,

Margrét Frímannsdóttir, 1. þm. Suðurk.``

Annað bréfið er frá 1. varamanni á lista Samfylkingarinnar í Suðurk. og hljóðar svo:

,,Keflavík, 20. nóvember 2003.

Halldór Blöndal, forseti Alþingis.

Vegna annríkis í starfi mínu get ég ekki að þessu sinni tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur 1. þm. Suðurk. á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Brynja Magnúsdóttir,

1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðurk.``

Þriðja bréfið er frá 4. þm. Suðvest., Rannveigu Guðmundsdóttur, og hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðvest., Valdimar L. Friðriksson framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ, taki sæti mitt á Alþingi á meðan, en Ásgeir Friðgeirsson, 1. varamaður á listanum, situr um þessar mundir á Alþingi í forföllum Þórunnar Sveinbjarnardóttur.

Virðingarfyllst,

Rannveig Guðmundsdóttir, 4. þm. Suðvest.``

Kjörbréf Valdimars L. Friðrikssonar og Önundar Björnssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þeir hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.