Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 17:37:54 (2051)

2003-11-25 17:37:54# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[17:37]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Hv. forseti. Til fyrirmyndar í ríkisfjármálum. Ég get alls ekki verið sammála því. Áhersluatriði þessarar ríkisstjórnar eru æðifurðuleg á margan hátt. Til fíkniefnalögreglunnar erum við að setja samtals 157 millj. kr. Til Fiskistofu, sem er að eltast við þá sem fara fram yfir á kvóta eða svindla afla á land, erum við að setja 600 millj. Það er lítið sambærilegt í þessu og maður spyr sig hvort þetta sé það sem stjórnvöld standi fyrir, svona áherslumun. Annars vegar erum við að tala um Fiskistofu sem er að elta fiskiþjófa, hins vegar erum við að tala um þá miklu bölvun sem fylgir eiturlyfjum.