Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 18:58:43 (2064)

2003-11-25 18:58:43# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[18:58]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. heilbrrh., á undanförnum átta árum hafið þið fyrir löngu síðan sparað þessar þúsund millj. á lífeyrisþegum. Það sem þið lofuðuð var tvöföldun á tekjutryggingu ungra öryrkja og það er alveg skýrt hvað hæstv. ráðherra hefur sagt í dag. Hann hefur sagt að hann geti ekki efnt samkomulagið frá 25. mars sl., hann verði að áfangaskipta því vegna þess að hann hafi ekki heimildir í fyrirliggjandi frv. til þess að efna það. En í kosningabaráttunni talaði enginn um að áfangaskipta efndunum. Þá krossaði hæstv. heilbrrh. sig og lofaði mönnum efndum á þessu samkomulagi hinn 1. janúar nk. og hæstv. heilbrrh. getur ekki áfangaskipt æru sinni.