Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 19:02:02 (2066)

2003-11-25 19:02:02# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[19:02]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hæstv. heilbrrh. lýsir því yfir að hann muni festa það inni í frv. sem hann hyggst leggja fram hvenær hann ætli að efna loforðið. En það kemur alveg skýrt fram hjá ráðherranum að það líti út fyrir að það muni kosta meira en ætlað var að efna loforðið og hann hafi ekki heimildir til að gera það 1. janúar. Ég hlýt að spyrja, virðulegur forseti, úr því að mennirnir geta ekki efnt orð sín frá því nú í vor um efndir 1. janúar, er þá ástæða til að ætla að einhver fyrirheit núna, jafnvel þó að í frv. væru, um efndir einhvern tíma síðar meir verði eitthvað frekar uppfyllt þá? Virðulegur forseti, ég hlýt þá að spyrja hvort það séu ekki orðin nokkuð mörg skiptin sem hæstv. heilbrrh. gengur í ræðustól Alþingis og segir okkur að allt hið góða muni hann gjöra á morgun.