Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 19:03:14 (2067)

2003-11-25 19:03:14# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[19:03]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka Helga Hjörvar og þeim í 1. minni hluta fjárln. fyrir þeirra tillögu sem snýr að því að selja Hitaveitu Suðurnesja, eða hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Það er auðvitað sorglegt að þurfa að koma með svona tillögur en þar sem byggðaáætlun um atvinnumál á Suðurnesjum hefur ekki verið endurskoðuð þarf að gera eitthvað þessu líkt til að fá fjármagn til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Ríkisstjórnin hefur brugðist og þess vegna fagna ég þessari tillögu.