Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 23:59:58 (2111)

2003-11-25 23:59:58# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[23:59]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er nú farinn að hafa áhyggjur af þessu. Ég er orðinn svo sammála hér hverjum stjórnarliðanum á fætur öðrum um öll meginefni. Ég segi bara dittó. Þegar hv. þm. stjórnarliðsins eru farnir að þakka mér fyrir ræður mínar og lýsa sig samþykka sjónarmiðum mínum hef ég orðið verulegar áhyggjur. Ég veit ekki hvernig ég á að vera. Ég er satt að segja dálítið feiminn í þessum stól. Svo fær maður eina heilsugæslustöð í viðbót, bara alveg gratís, sem maður átti ekki von á. Ég segi bara bestu þakkir, herra forseti.