Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 13:54:41 (2145)

2003-11-26 13:54:41# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., JBjarn (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[13:54]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Hér leggur meiri hlutinn til óhjákvæmilega leiðréttingu á fjárhæð til framhaldsskólanna, 600 millj. kr. Það er reyndar allt of lítið miðað við þá þörf sem liggur fyrir og grein hefur verið gerð fyrir í umræðum á þingi.

Ég legg áherslu á það, forseti, að ég styð þessa hækkun. En það er afar mikilvægt að fjárln. Alþingis taki á málum framhaldsskólanna fyrir 3. umr. Það væri hraksmán ef þeir væru afgreiddir án þess að fá fullnægjandi úrlausn. Þeir hafa orðið að draga skuldahala á eftir sér ár eftir ár og ekki er tekið heldur á þeim vanda.

Virðulegi forseti. Ég legg áherslu á að fjárln. og þingið taki á málefnum framhaldsskólans fyrir 3. umr.