Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 14:17:41 (2153)

2003-11-26 14:17:41# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., ÁI (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[14:17]

Álfheiður Ingadóttir:

Virðulegi forseti. Hér er á ferð tillaga um að hækka niðurgreiðslur á heyrnartækjum um 5 þús. kr., þ.e. upp í 33 þús. kr. í stað þess sem nú er, 28 þús. kr. Það hefur verið löng bið eftir afgreiðslu heyrnartækja í gegnum Tryggingastofnun ríkisins, allt að 13 mánuðir, nema, virðulegi forseti, fyrir þá sem geta keypt sig fram fyrir þá biðröð og reitt fram fé úr eigin vasa. Á þessu sviði búum við nefnilega við tvöfalt kerfi, við ameríska kerfið svokallaða, og ég tel það svartan blett á heilbrigðiskerfi okkar.

Þetta er lítið skref í þá átt að minnka þessa mismunun. Því segi ég já.