Meðlagsgreiðslur vegna barna erlendis

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 15:48:05 (2183)

2003-11-26 15:48:05# 130. lþ. 35.4 fundur 318. mál: #A meðlagsgreiðslur vegna barna erlendis# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 130. lþ.

[15:48]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég endurtek að ég tel nauðsynlegt að vinna hratt í þessu máli sem er í sjálfu sér ekki einfalt. Uppi er sú einkennilega staða að þarna erum við að bregðast við lagasetningu sem við höfum ekki haft neinar umsagnir um á sínum tíma. Hitt er auðvitað rétt að þetta getur valdið erfiðleikum. Þessi lög eru í gildi núna og það er ekki annað fyrir Tryggingastofnun að gera en það sem við höfum lagt fyrir, þ.e. að fólk sé upplýst sem best um rétt sinn í þessum efnum, þetta sé kynnt og reynt sé að aðstoða fólk eftir föngum í þessu efni, að ná þessum meðlagsgreiðslum. Ég vona, eins og ég segi, að þessi starfshópur skili af sér fljótt og við getum þá metið til hvaða aðgerða er mögulegt að grípa í framhaldinu.