Fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.

Fimmtudaginn 27. nóvember 2003, kl. 14:33:00 (2228)

2003-11-27 14:33:00# 130. lþ. 36.1 fundur 90. mál: #A fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.# (hækkun þungaskatts og vörugjalds) frv. 119/2003, KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 130. lþ.

[14:33]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bæta því við að mér sýnist á þeim svörum sem ég hef fengið frá hv. þm. að hann hafi hreinlega ekki kynnt sér þessi mál út í hörgul. Ég nefndi áðan þá staðreynd að ríkisstjórnin hefur farið í ýmsar aðgerðir til lækkunar á innkaupum á flutningstækjum, til að bæta samgöngur og lækka kostnað. Það að flutningafyrirtæki geti keypt sér ný tæki þýðir að nýju tækin eru fullkomnari og eyða mun minni olíu. Þar með batnar reksturinn.

Það er verið að auka heildarþunga vagnlesta án þess að hækka krónugjald á kílómetra. Það hefur klárlega komið fram að þingmaðurinn er í fyrsta gír.