Talnagetraunir

Fimmtudaginn 27. nóvember 2003, kl. 17:03:26 (2268)

2003-11-27 17:03:26# 130. lþ. 37.3 fundur 141. mál: #A talnagetraunir# (framlenging rekstrarleyfis) frv. 126/2003, Frsm. BjarnB
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 130. lþ.

[17:03]

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breyting á lögum um talnagetraunir, nr. 26 frá 2. maí 1986, frá allshn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hjalta Zóphóníasson og Rögnu Árnadóttur frá dómsmálaráðuneyti og Sigurbjörn Gunnarsson frá Íslenskri getspá. Umsagnir bárust um málið frá Happdrætti Háskóla Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, Happdrætti SÍBS, Ungmennafélagi Íslands, Íslenskri getspá og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Frumvarpinu er ætlað að framlengja heimild Íslenskrar getspár til að reka getraunastarfsemi til 1. janúar 2019. Ágóða af getraunastarfseminni hefur verið og skal áfram varið til eflingar íþrótta- og ungmennastarfi í landinu og til að greiða stofnkostnað við íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja eða til að standa undir annarri starfsemi Öryrkjabandalagsins í þágu öryrkja.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.