Breyting á II. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn

Föstudaginn 28. nóvember 2003, kl. 12:45:48 (2299)

2003-11-28 12:45:48# 130. lþ. 38.4 fundur 324. mál: #A breyting á II. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn# (sæfiefni) þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 130. lþ.

[12:45]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Með þessari þáltill. er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2003, um breytingu á II. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn. Gerð er grein fyrir efni ákvörðunarinnar í tillögunni sem kemur fram í fylgiskjali með henni.

Hvað varðar efnisatriði þá nægir að nefna það að hér er fjallað um kröfur varðandi markaðsleyfi fyrir svokölluð sæfiefni og samræmingu þeirra, að vernda skuli menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af notkun slíkra efna.

Fyrrnefndar reglugerðir fjalla um framkvæmd rannsóknar á öllum virkum sæfiefnum sem voru á markaði fyrir gildistöku tilskipunarinnar og áhættumat á þeim.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umræðu verði þessari tillögu vísað til hv. utanrmn.