Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður

Föstudaginn 28. nóvember 2003, kl. 13:02:35 (2306)

2003-11-28 13:02:35# 130. lþ. 38.6 fundur 186. mál: #A þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður# (breytt kjördæmaskipan o.fl.) frv. 138/2003, Flm. HBl (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 130. lþ.

[13:02]

Flm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Þetta frv. er einfalt í sniðum og er afleiðing af breytingu á kjördæmaskipan og nýjum kosningalögum sem tóku gildi við síðustu alþingiskosningar eða áhrifa þeirra fór fyrst að gæta skulum við segja eftir síðustu alþingiskosningar nú á vordögum.

Hér er gert ráð fyrir því að aðlaga að lögum þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað að hinni nýju kjördæmaskipan. Þess vegna er gert ráð fyrir því samkvæmt frv. að sömu reglur gildi um þingfararkostnað, húsnæðis- og dvalarkostnað, alþingismanna sem búsettir eru á Suðurnesjum og gilda um aðra þingmenn Suðurk. Jafnframt er gerð orðalagsbreyting sem leiðir af skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi, Reykv. s. og Reykv. n. og sérstöku Suðvest. Ég hef ekki meira um þetta að segja, herra forseti, og legg til að málinu verði vísað til allshn.