Fjáraukalög 2003

Föstudaginn 28. nóvember 2003, kl. 14:30:07 (2314)

2003-11-28 14:30:07# 130. lþ. 38.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv. 123/2003, Frsm. meiri hluta MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 130. lþ.

[14:30]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hér mun hafa verið um frumáætlun að ræða frá síðasta ári um kostnað sem kom fram í tilefni af ákveðnu samkomulagi sem var gert, m.a. við aldraða, um breytingar á þessum málum. Eins og ég sagði í fyrra andsvari hafa síðan komið upplýsingar um mun dýrari úrræði til að mæta kröfum sem gerðar eru til svona húsnæðis. En ég geri ráð fyrir að fjárln. muni fara betur ofan í þetta mál síðar. Við getum út af fyrir sig fjallað um það þegar þar að kemur.