Fjáraukalög 2003

Föstudaginn 28. nóvember 2003, kl. 14:40:18 (2316)

2003-11-28 14:40:18# 130. lþ. 38.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv. 123/2003, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 130. lþ.

[14:40]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það er reynt að hafa sem nýjastar og bestar áætlanir í hvert sinn til grundvallar tillögum og útreikningum í fjárlögum, hvort sem það er tekjuáætlun eða sá þjóðhagslegi grunnur sem tekjuáætlunin byggir á. En auðvitað er það þekkt staðreynd að menn vita ekki allt í þeim efnum. Framtíðin, bæði á næsta ári og lengra fram í tímann, er auðvitað óviss. Ég held þó að mönnum hafi miðað verulega áfram við gerð áætlana og spádóma um efnahagsmálin. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt hve miklar framfarir hafa orðið í því efni hér á landi. Hins vegar er enginn að gera því skóna að við munum einhvern tíma ná fullkomnun í því efni. En allar upplýsingar, nýjustu upplýsingar, verður að sjálfsögðu að taka til greina í þessum efnum.