Happdrætti Háskóla Íslands

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 13:46:40 (2336)

2003-12-02 13:46:40# 130. lþ. 39.2 fundur 140. mál: #A Happdrætti Háskóla Íslands# (endurnýjað einkaleyfi) frv. 127/2003, ÁÓÁ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[13:46]

Ágúst Ólafur Ágústsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fyrir liggur frv. ríkisstjórnarinnar um að veita Happdrætti Háskóla Íslands einkaleyfi til 15 ára. Þingmenn Samfylkingarinnar telja hins vegar ekki rökrétt að veita umrætt einkaleyfi til svo langs tíma á sama tíma og heildarendurskoðun á happdrættislöggjöfinni stendur yfir og einnig vegna þeirra efasemda sem nú liggja fyrir um lögmæti einkaleyfisins. Sömuleiðis eru ýmsar vísbendingar um að einkaleyfi Happdrættis Háskóla Íslands og um leið einkaleyfisgjaldið sé bæði tímaskekkja og óréttlátt. Þess vegna munu þingmenn Samfylkingarinnar sitja hjá við afgreiðslu þessa frv.