Tryggingagjald

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 14:03:30 (2342)

2003-12-02 14:03:30# 130. lþ. 39.14 fundur 89. mál: #A tryggingagjald# (viðbótarlífeyrissparnaður) frv. 121/2003, Frsm. meiri hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[14:03]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að á nefndarfundi kom fram hjá fulltrúa frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja að starfsmenn sveitarfélaga hefðu ekki samið um slíkt mótframlag vinnuveitenda. Hér er einungis um að ræða 12 þúsund starfsmenn af 160 þúsundum á vinnumarkaði, þ.e. um 8%. Ég held því að fullyrðingin megi alveg standa, að 92% launþega falli undir þetta og að þessi hvati sé minnstur af þremur.

Svo má líka nefna að skattfrestunin hefur heilmikið að segja. Sá hvati heldur áfram en að sjálfsögðu mætti skoða hvort ekki mætti víkka þá heimild til annarra sem ekki njóta þeirra kjara, t.d. öryrkja.